Ostahúsið

Ostahúsið er vörumerki í eigu Í einum grænum ehf sem er  dótturfyrirtæki Sölufélags garðyrkjumanna. Upphaflega var fyrirtækið Ostahúsið  stofnað í Hafnarfirði 1992 af Þórarni Þórhallsyni og Maríu Ólafsdóttur.

Það var  sérverslun með osta, veisluþjónustu, ostakörfur og fleira ásamt framleiðslu á ostarúllum, fylltum brieostum og desertum fyrir verslanir.  Árið 2006 sameinaðist Ostahúsið Í einum grænum og hefur samstarfið verið mjög farsælt síðan. 

Rjóma
ostur

Mjúkur og góður

Hreinn rjómaostur er einstaklega bragðgóður mjúkur og léttur. Hann hentar mjög vel til matargerðar, í heitar og kaldar sósur, brauðrétti, deserta og ostatertur. Hann er einnig góður á brauð, beyglur, kex o.fl

Tíramísú

Besti eftirréttur í heimi

Það er fátt betra með kaffibollanum en ljúffengt tíramísu. Ostahúsið hefur framleitt tíramísu samfellt frá 1992 og er fyrsti og eini framleiðandinn hér á landi sem bíður upp á þennan eftirrétt í verslunum.
Brúarvogur 2, 104 Reykjavík
[email protected]
565 3940
Opnunartími mán – fös 8:00 – 16:00