Um Ostahúsið

Ostahúsið er vörumerki í eigu Í einum grænum ehf sem er  dótturfyrirtæki Sölufélags garðyrkjumanna.

Upphaflega var fyrirtækið Ostahúsið  stofnað í Hafnarfirði 1992 af Þórarni Þórhallsyni og Maríu Ólafsdóttur. Það var  sérverslun með osta, veisluþjónustu, ostakörfur og fleira ásamt framleiðslu á ostarúllum, fylltum brieostum og desertum fyrir verslanir. 

Árið 2006 sameinaðist Ostahúsið Í einum grænum og hefur samstarfið verið mjög farsælt síðan. 

Mikil vöruþróun hefur átt sér stað sem hefur skilað sér m.a. í stór auknu framboði á vörum til neytenda og einnig til stóreldhúsa og mötuneyta.

Rjóma- og smurostar í neytendaumbúðum og einnig fyrir stóreldhúsið. Ostarúllur með allskyns góðgæti og desertar. Ostakörfur og gjafaöskjur fylltar góðgæti eru sniðugar og smart gjafir sem boðið er upp á fyrir jólin.  En fyrst og fremst gæðavara sem þú getur alltaf treyst að gleður augað og bragðlaukana. Það er Ostahúsið. 

Sjá nánar vefsíðu Í einum grænum