Um Ostahúsið

Ostahúsið er vörumerki í eigu Í einum grænum ehf sem er  dótturfyrirtæki Sölufélags garðyrkjumanna.

Upphaflega var fyrirtækið Ostahúsið  stofnað í Hafnarfirði 1992 af Þórarni Þórhallsyni og Maríu Ólafsdóttur. Það var upphaflega sérverslun með osta, veisluþjónustu, ostakörfur og fleira ásamt framleiðslu á ostarúllum, fylltum brieostum og desertum fyrir verslanir. 

Árið 2006 sameinaðist Ostahúsið Í einum grænum og hefur samstarfið verið mjög farsælt síðan. 

Mikil vöruþróun hefur átt sér stað sem hefur skilað sér m.a. í stór auknu framboði á vörum til neytenda og einnig til stóreldhúsa og mötuneyta.

Ostakörfur og gjafaöskjur fylltar góðgæti eru sniðugar og smart gjafir við öll tækifæri.  Rjóma- og smurostar í neytendaumbúðum og einnig fyrir stóreldhúsið. Ostarúllur með allskyns góðgæti og desertar. En fyrst og fremst gæðavara sem þú getur alltaf treyst að gleður augað og bragðlaukana. Það er Ostahúsið. 

Sjá nánar vefsíðu Í einum grænum