Um Ostahúsið

Ostahúsið er vörumerki í eigu Í einum grænum ehf sem er dótturfyrirtæki Sölufélags garðyrkjumanna.
Ostahúsið er rótgróið vörumerki og á sögu sína að rekja til ársins 1992 þar sem fyrirtækið var stofnað undir sama nafni í Hafnarfirði. Árið 2006 sameinaðist Ostahúsið Í einum grænum og hefur samstarfið verið mjög farsælt síðan.

Mikil vöruþróun hefur átt sér stað sem hefur skilað sér m.a. í stór auknu framboði á vörum til neytenda og einnig til stóreldhúsa og mötuneyta.

Rjóma- og smurostar í neytendaumbúðum og einnig fyrir stóreldhúsið. Ostarúllur með allskyns góðgæti og desertar. En fyrst og fremst gæðavara sem þú getur alltaf treyst að gleður augað og bragðlaukana. Það er Ostahúsið.