• Forsíða
  • Vörur
  • Uppskriftir
  • Um Ostahúsið
  • Forsíða
  • Vörur
  • Uppskriftir
  • Um Ostahúsið
  • Forsíðubannar
  • ostarúlla
  • brie-2
  • Forsíða
  • Uppskriftir
  • Grænmetisgratín

Allir réttir

1,2 kg blandað íslenskt grænmeti eftir smekk, t.d. paprika, blómkál, spergilkál, sveppir, tómatar)
1 msk smjör eða olía
1 msk ferskt timjan, saxað, eða 1 tsk þurrkað
2 hvítlauksgeirar, pressaðir
3 egg
250 ml matreiðslurjómi
nýmalaður pipar
salt
1 ostarúlla með beikon og paprikublöndu frá Ostahúsinu

Höfundur uppskriftar
Nanna Rögnvaldar

Grænmetisgratín

Ofninn hitaður í 200°C.

Grænmetið skorið fremur smátt niður. Spergilkál og blómkál er gott að forsjóða í nokkrar mínútur og ef notaðir eru tómatar er gott að skafa fræin úr þeim svo að gratínið verði ekki eins blautt og ella. Eldfast mót smurt með smjöri eða olíu, grænmetinu blandað saman ásamt timjaninu og hvítlauknum og það sett í mótið.

Egg, matreiðslurjómi, pipar og salt hrært saman í skál og síðan hellt yfir grænmetið – það ætti næstum að fljóta yfir en ef mikið vantar upp á það má bæta við meiri eggjum og rjóma. Ostarúllan skorin eða klipin í bita og dreift yfir og að lokum er rifna ostinum stráð yfir. Sett í ofninn og bakað í um hálftíma, eða þar til eggjablandan hefur stífnað og yfirborðið er fallega gullinbrúnt.

BLÓMKÁLS-, SPERGILKÁLS- OG HVÍTKÁLSGRATÍN

Sælkerasamlokur

Tacos með kjúklingi og osti

Tómatsalat með osti

Grænmetisgratín

Eggjakaka með grænmeti

Tómata og klettasalat

Tómatabrauð með osti

Ostahúsið

  • Brúarvogur 2, 104 Reykjavík
  • ostahusid@ostahusid.is
  • 565 3940
  • Opnunartími mán – fös 8:00 – 16:00
  • Afhending á ostakörfum fer fram 9 - 20 desember.
  • Facebook
  • Youtube